Thorlacius (1987)

Hljómsveitin Thorlacius (Thorlasíus) starfaði á Norðfirði og keppti í hljómsveitakeppni sem haldin var í Atlavík um verslunarmannahelgina 1987.

Litlar upplýsingar er að finna um þessa sveit en hún mun hafa starfað síðar undir nafninu Hálfur undir sæng, og verið nokkuð öflug þar eystra.

Fyrir liggur að Guðni Finnsson bassaleikari (Dr. Spock, Ensími o.m.fl.) var í þessari sveit en upplýsinga er óskað um aðra meðlimi hennar.