Slikk (1998)

Hljómsveitin Slikk var skammlíft tríó sem starfaði í fáeina mánuði árið 1998.

Slikk tók til starfa snemma um vorið og lék á nokkrum dansleikjum á höfuðborgarsvæðinu fram á mitt sumar en hætti þá störfum, meðlimir sveitarinnar voru Ingvar Valgeirsson söngvari og gítarleikari, Ingvi Rafn Ingvason trommuleikari og Georg Bjarnason bassaleikari.