Slaughterhouse 5 (um 1990)

Hljómsveit (eða líklega dúett) starfaði í Árbænum í kringum 1990 undir nafninu Slaughterhouse 5 eftir samnefndri skáldsögu Kurt Vonnegut, og var sveitin skipað þeim nöfnum Birgi Erni Thoroddsen (Curver) og Birgi Erni Steinarssyni (Bigga í Maus), að öllum líkindum voru þeir bara tveir.

Engar frekari upplýsingar er að finna um þetta samstarf þeirra, hvort þeir komu einhverju sinni fram opinberlega undir þessu nafni eða hvort eitthvað er til hljóðritað með þeim.