Af nýju og væntanlegu efni á Glatkistunni

Eins og venjulega á miðvikudögum bætist við nýtt efni í gagnagrunn Glatkistunnar. Viðbæturnar eru með nokkrum hefðbundnum hætti, mestmegnis óþekktar hljómsveitir (Slikk, Slammdjamm, Slagverkur o.fl.), tveir sönghópar, eitt tónskáld og eitthvað fleira – hér er þó sérstaklega kynnt til sögunnar hljómsveitin Smaladrengirnir en sú sveit gerði garðinn nokkuð frægan í kringum síðustu aldamót með skemmtilegum…

Smaladrengirnir (1996-2006)

Smaladrengirnir var sönghópur/hljómsveit sem vakti nokkra athygli í kringum síðustu aldamót, þeir félagar sungu rakarakvartetta af ýmsu tagi, þóttu skemmtilegir á sviði og sendu einnig frá sér eina plötu með blönduðu efni. Smaladrengirnir voru stofnaðir síðla árs 1996 og voru stofnmeðlimir þeir Bragi Þór Valsson söngvari og klarinettuleikari (Rokklingarnir o.fl.), Óskar Þór Þráinsson söngvari, Viktor…

Smaladrengirnir – Efni á plötum

Smaladrengirnir – Strákapör Útgefandi: Smaladrengirnir Útgáfunúmer: SDCD 001 Ár: 2001 1. Smaladrengurinn 2. Prestsvísur 3. Sólarlönd 4. Whiskey on the way 5. SMS 6. Agnus Dei 7. Baby face 8. Cotton fields back home 9. Java jive 10. Yodel-blues 11. Róninn á Hlemmi 12. I got rhythm Flytjendur: Bragi Þór Valsson – söngur, hljómborð, klarinetta,…

Skarphéðinn Þorkelsson (1912-50)

Skarphéðinn Þorkelsson var læknir og tónskáld en eftir hann liggur eitt útgefið nótnahefti. Skarphéðinn fæddist 1912 og ólst upp hjá fósturforeldrum í Reykjavík. Eftir nám í læknisfræði var hann um skamma hríð héraðslæknir vestur í Ísafjarðardjúpi en síðan austur á Höfn í Hornafirði þar sem hann bjó og starfaði til æviloka. Skarphéðinn mun hafa verið…

Slaufurnar (1989-91)

Kvennakór sem bar nafnið Slaufurnar starfaði í Rangárþingi um tveggja ára skeið, 1989 til 91 undir stjórn Margrétar Runólfsdóttur en haustið 1991 var nafni kórsins breytt í Kvennakórinn Ljósbrá og hefur hann starfað undir því nafni síðan. Slaufurnar komu líkast til fram aðeins í eitt skipti opinberlega undir því nafni.

Slaufur (1967-68)

Slaufur mun hafa verið söngkvartett starfandi við Gagnfræðaskólann á Selfossi, hugsanlega innan stúlknakórs skólans sem lengi var undir stjórn Jóns Inga Sigurmundssonar. Slaufurnar störfuðu að minnsta kosti 1967 og 68 og komu þá m.a. fram í Stundinni okkar í Sjónvarpinu. Þá fluttu þær lög og ljóð eftir einn meðlima kvartettsins sem var Guðbjörg Sigurðardóttir en…

Slamm djamm (1992)

Litlar upplýsingar er að hafa um hljómsveit sem starfaði innan Fjölbrautaskólans á Akranesi haustið 1992 undir nafninu Slamm djamm. Sveitin hafði verið starfandi um tíma þegar hún tók þátt í Tónlistarkeppni NFFA innan skólans og hafnaði þar í þriðja sæti, upplýsingar vantar hins vegar um meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan og er því óskað eftir þeim…

Slagverkur (1984)

Nýbylgjusveitin Slagverkur starfaði árið 1984, líklega aðeins í fáeina mánuði en á þeim tíma lék sveitin á nokkrum tónleikum og sendi frá sér tvö lög á safnkassettu. Slagverkur birtist fyrst á tónleikum um vorið 1984 og lék þá nokkuð um sumarið, m.a. var hún á dagskrá Viðeyjar-hátíðarinnar frægu um verslunarmannahelgina en óvíst er hvort sveitin…

Slagbrandur [1] [annað] (1976-81)

Á árunum 1976 til 81 var poppþáttur í Morgunblaðinu undir nafninu Slagbrandur og naut hann mikilla vinsælda. Það var blaðamaðurinn Halldór Ingi Andrésson sem áður hafði þá starfað hjá Þjóðviljanum og Vísi, sem hélt utan um Slagbrand en þátturinn hóf göngu sína haustið 1976 og var í sunnudagsblaði Morgunblaðsins um fimm ára skeið eða til…

Slefkvef – burgers (1992)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Slefkvef – burgers (Slefkvefburgers) en hún starfaði í upphafi árs 1992 og hitaði þá upp fyrir hljómsveitina Rut. Hér er því óskað eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan, auk annars sem ætti heima í þessari umfjöllun.

Slaughterhouse 5 (um 1990)

Hljómsveit (eða líklega dúett) starfaði í Árbænum í kringum 1990 undir nafninu Slaughterhouse 5 eftir samnefndri skáldsögu Kurt Vonnegut, og var sveitin skipað þeim nöfnum Birgi Erni Thoroddsen (Curver) og Birgi Erni Steinarssyni (Bigga í Maus), að öllum líkindum voru þeir bara tveir. Engar frekari upplýsingar er að finna um þetta samstarf þeirra, hvort þeir…

Slikk (1998)

Hljómsveitin Slikk var skammlíft tríó sem starfaði í fáeina mánuði árið 1998. Slikk tók til starfa snemma um vorið og lék á nokkrum dansleikjum á höfuðborgarsvæðinu fram á mitt sumar en hætti þá störfum, meðlimir sveitarinnar voru Ingvar Valgeirsson söngvari og gítarleikari, Ingvi Rafn Ingvason trommuleikari og Georg Bjarnason bassaleikari.

Afmælisbörn 2. mars 2022

Á þessum degi eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar. Fyrst skal nefna Jón Bjarna Pétursson gítarleikara hljómsveitarinnar Diktu en hann kemur m.a. við sögu í hinu þekkta lagi Thank you, sem ómaði um allt land 2009 og 2010. Jón Bjarni er fertugur og á því stórafmæli á þessum degi. Einnig á bassaleikari hljómsveitanna Hjaltalín…