Slagbrandur [1] [annað] (1976-81)

Slagbrandur

Á árunum 1976 til 81 var poppþáttur í Morgunblaðinu undir nafninu Slagbrandur og naut hann mikilla vinsælda.

Það var blaðamaðurinn Halldór Ingi Andrésson sem áður hafði þá starfað hjá Þjóðviljanum og Vísi, sem hélt utan um Slagbrand en þátturinn hóf göngu sína haustið 1976 og var í sunnudagsblaði Morgunblaðsins um fimm ára skeið eða til haustsins 1981 þegar Pokahornið tók við.

Slagbrandur innihélt poppfréttir, innlendar sem erlendar, viðtöl, gagnrýni og margt annað.