Slagverkur (1984)

Slagverkur

Nýbylgjusveitin Slagverkur starfaði árið 1984, líklega aðeins í fáeina mánuði en á þeim tíma lék sveitin á nokkrum tónleikum og sendi frá sér tvö lög á safnkassettu.

Slagverkur birtist fyrst á tónleikum um vorið 1984 og lék þá nokkuð um sumarið, m.a. var hún á dagskrá Viðeyjar-hátíðarinnar frægu um verslunarmannahelgina en óvíst er hvort sveitin lék þar. Meðlimir sveitarinnar voru þau Sigurlaug Jónsdóttir (Didda) söngkona og ljóðasmiður, Ívar Ragnarson (Ívar Bongó) bassaleikari, Sigurður Kristjánsson gítarleikari og Sigurður Eggert Axelsson trommuleikari.

Sveitin átti svo tvö lög á safnkassettunni Rúllustiganum sem kom út um haustið 1984.