Varð (1998)

Hljómsveitin Varð var starfandi 1998 og keppti það árið í Rokkstokk hljómsveitakeppninni í Keflavík og lenti þar reyndar í öðru sæti. Sveitin átti lög á safnplötunni Rokkstokk 1998, sem gefin var út í kjölfarið.

Meðlimir Varð voru Hallvarður Ásgeirsson söngvari og gítarleikari, Jón Indriðason trommuleikari, Georg Bjarnason bassaleikari og Brynjar M. Ottósson gítarleikari.