Varðeldakórinn (1981)

Varðeldakórinn var ekki starfandi kór en ein plata leit þó dagsins ljós með honum.

Það var Svavar Gests sem hafði veg og vanda af útgáfu plötu Varðeldakórsins en hann var skipaður tíu röddum úr Silfurkórnum sem naut mikilla vinsælda á árunum 1977 til 80, Svavar hafði sjálfur verið skáti á sínum yngri árum.

Platan kom út árið 1981 undir titlinum Skátasöngvar: Varðeldakórinn syngur 25 vinsæl skátasöngva, og hlaut fremur dræmar viðtökur, platan seldist fremur illa og dómur í Dagblaðinu var ekki sérlega jákvæður, annar mun betri birtist í Morgunblaðinu.

Ólafur Gaukur útsetti tónlistina sem var mestmegnis í syrpuformi, og stjórnaði hljómsveit sem annaðist undirleikinn.

Efni á plötum