Skógameyjar (1960-72)

Sextett stúlkna var starfræktur undir nafninu Skógameyjar í Skógaskóla (Héraðsskólanum á Skógum) á árunum 1960 til 72, og jafnvel lengur.

Skógameyjar sem skemmtu með söng við gítarundirleik komu líklega fyrst fram á hátíðarhöldum í tilefni af tíu ára afmæli Skógaskóla vorið 1960 og virðist slíkur sönghópur hafa verið fastur liður í skólafélagslífinu að minnsta kosti til 1972 nokkuð samfleytt – ekki er þó víst að hann hafi alltaf borið þetta nafn. Eðli málsins samkvæmt breyttist liðsskipan sextettsins eftir því sem árin liðu, hin síðari ár var fjöldi stúlknanna eitthvað misjafn og voru þær allt að sjö talsins en fæstar fimm. Þær sungu við ýmis tækifæri, m.a. á árlegum árshátíðum og bindindishátíðum skólans.

Óskað er eftir upplýsingum um þennan sönghóp, nöfn stúlknanna og raddir, auk upplýsinga um gítarleikarana, starfstíma og annað sem þætti bitastætt.