Síhanouk (um 1980)

Síhanouk var hljómsveit á Akureyri sem starfaði líklega um eða upp úr 1980.

Meðlimir sveitarinnar voru þeir Ásgeir Jónsson gítarleikari, Balli [Baldvin H. Sigurðsson?] hljómborðsleikari, Ási Magg [Ásmundur Magnússon?] bassaleikari, Óli Þór [Ólafur Þór Kristjánsson?] söngvari og Jóhannes Már [?] trommuleikari. Heimild segir jafnframt að Steinþór Stefánsson bassaleikari hafi tímabundið verið í sveitinni.

Síhanouk fór í Stúdíó Bimbó á Akureyri og hljóðritaði eitthvað frumsamið efni sem kom út á kassettu sem sveitin sendi frá sér undir titlinum Koxað á Kambódíu. Litlar upplýsingar er að finna um efni hennar en fyrri hlið hennar mun hafa innihaldið nýbylgjutónlist meðan sú síðari hafði að geyma partítónlist. Kassettan var gefin út í afar litlu upplagi og er mjög sjaldséður gripur.

Efni á plötum