Plógurinn

Plógurinn
(Lag / texti: erlent lag / Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)

Hönd legg ég harða á plóginn
og hyggst í jörðu bera.
Svo hef ég löngum lifað.
Leyfist mér þreyttum að vera?

Fiðrildi á flugi,
fjör í engisprettum,
hörund mitt blakknar
og sólin skín, skín og skín.
Svitinn ristir á mig rákir,
risti ég í jörðu plógför,
hvíldarlaust…

Ég viðurkenni vonina,
er ég vík að annarri stjörnu.
Of seint er það aldrei,
segir hún mér,
senn mun dúfan fljúga.

Fiðrildi á flugi,
fjör í engisprettum,
hörund mitt blakknar
og sólin skín, skín og skín,
og að kvöld, er kem ég heim
kviknar á himninum stjarna,
stjarna ein.
Of seint er það aldrei,
segir hún mér,
senn mun dúfan fljúga, fljúga, fljúga,
líkur erfiðu oki
er hnefi minn, bjartsýnn,
því allt mun breytast…

[af plötunni Hálft í hvoru – Almannarómur]