Sjá roðann í austri

Sjá roðann í austri
(Lag / texti: erlent lag / Þorsteinn Gíslason)

Sjá roðann í austri – hann brýtur sér braut!
Fram bræður – það dagar nú senn!
Þeir hæða vorn rétt til að rísa frá þraut,
vorn rétt til að lifa eins og menn.
Þeir skammta okkur frelsi, þeir skammta okkur brauð.
Hvað skóp þeirra drottnandi auð?

Á herðar oss ok fyrir öldum var lagt,
það ok hefur lamað vort fjör.
En vér erum fjöldinn, því sé það nú sagt:
Vér sverjum að rétta vor kjör!
Og vaknið nú bræður, til varnar í nauð!
Vor vinna – hún skóp þeirra auð.

Á heimilum vorum er hungur og sorg,
fólk horað og nakið og kalt.
Í auðmannsins gluggum sem glitra við torg
er glóbjart og skínandi allt.
En hatrið skal vaxa með vaxandi nauð.
Vor vinna- hún skóp þeirra auð.

Vér lifum í ánauð og eigum ei völ
á öðru en þrældómi hér.
Og prestarnir hóta með hegnandi kvöl
í helvítis brennisteins hver.
En bugum þá harðstjórn, sem hneppti oss í nauð
og heimtum vort daglega brauð!

Til grunna skal bráðlega hrynja sú höll
sem hrófaði upp gullkálfsins þý!
Nú hönd þína bróðir, því heimssagan öll
skal héðan af byrja sem ný!
Vér vöknum í eining til varnar gegn nauð,
og vinnan skal gefa okkur brauð!

[af plötunni Maíkórinn – Við erum fólkið]