Skilmálarnir

Skilmálarnir
(Lag / texti: Áskell Snorrason – Þorsteinn Erlingsson)

Ef þér ei ægir allra djöfla upphlaup að sjá
og hverri tign að velli velt, sem veröldin á
og höggna sundur hverja stoð sem himnana ber,
þá skal ég syngja sönginn minn og sitja hjá þér

og ef þú hatar herra þan sem harðfjötrar þig,
og kúgar til að elska ekkert annað en sig,
en kaupir hrós af hræddum þrælum hvar sem hann fer,
þá skal ég líka af heilum hug hata með þér.

Ef anntu þeim sem heftur hlær og hristir sín bönd,
og vildi ekki krjúpa og kyssa kúgarans hönd
en hugumstór að hinsta dómi hlekkina ber,
þá skal ég eins af öllu hjarta unna með þér.

[af plötunni Maíkórinn – Við erum fólkið]