Gullstrumpur
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason)
Við komum hér að sjá gullstrump vinna.
Nú slær hann met það dugar ei minna.
Við komum hér að sjá gullstrump vinna.
Hans sigurvon er betri‘ en hinna.
Hann tekur sprettinn nú
og hleypur svo hratt og létt
og kemur í mark
á meti, það er rétt.
Af meisturum er mestur hann.
Blár og traustur, vel allt kann.
Upp á pall hann ætlar sér,
og gull um hálsinn vel það ber.
Af öllum strumpum sá strumpur ber.
Með blik í auga. Bestur er.
Já, gullstrumpur er strumpunum til sóma.
Við komum hér að sjá…
Strumpaliðið allt hyllir hann.
Með flöggunum bláu það fagna kann.
Og enginn strumpur hér af öfund græna litinn ber.
Af öllum strumpum…
[af plötunni Strumparnir – Strumpastuð 2]