Rokkstrumpur

Rokkstrumpur
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason)

Við rokkstrump enginn ræður hér,
hann rokkar sama hvar hann er.
Sumum þykir‘ hann hafa hátt
og hrópa: þetta nær ei neinni átt.

Hann rokkar strax og rumskað fær,
því rokkið hann fyllir frá hvirfli‘ ofan‘ í tær.

Við rokkstrump enginn ræður vel,
þeim rosknu þó að veri ei um sel.
Svo spriklandi og svo sprækur er
með bláan gítar og góða hvíta skó.

Hann rokkar fjörugt lítið lag
og leiðist ei vitund einn einasta dag.

Hann rokkar fyrir þá sem eru önnum í,
og ýmsum hérna gaman finnst að því.
Ef brunastrumpur gímir við ástareldsvoðann,
er ekkert mál að spila fyrir hann.

Um sína strengi strýkur hann
og strumparokkið langbest kann.

La, la, la…

[af plötunni Strumparnir – Strumpastuð 2]