Á þönum

Á þönum
(Lag / texti: Egill Ólafsson og Stuðmenn / Þórður Árnason og Egill Ólafsson)

Það var á förnum vegi, ég hitti merkismann,
því miður gafst mér enginn tími að ræða neitt við hann,
því ég er sí og æ á þönum.

Svo les ég blaðagreinar og líkar oft við þær
en ég lýk bara aldrei við þær og því er ég engu nær,
því ég er sí og æ á þönum,
já ég er sí og æ á þönum.

Hér er lítið innskot fyrir fólk sem er að furða sig á því
að fangavarðarstaðan fyrir austan skuli vera laus á ný.

Og svo var það af kúnni sem fæddi lítinn kálf,
hún kaus að gefa hann frá sér því hún vildi vera hún sjálf,
því hún var sí og æ á þönum,
já hún var sí og æ á þönum.

Hér er fróðleg staðreynd fyrir þá sem kynnu að hafa gaman af:
Þorskur undan ströndum Suðurlandsins stefnir óðfluga‘ út á haf!

Og loks er það um hestinn hans Hannesar í Gröf,
hann var eitt sinn kominn alveg út á ystu nöf,
því hann var sí og æ á þönum.
Því hann var sí og æ á þönum.
Því hann var sí og æ á þönum.

[af plötunni Stuðmenn – Hvílík þjóð]