Splunkunýtt lag

Splunkunýtt lag
(Lag / texti: Egill Ólafsson, Eyþór Gunnarsson og Þórður Árnason / Þórður Árnason og Egill Ólafsson)

Sólin er sest, ég er einn, það er best.
Ég er ekki‘ að aðhafast neitt.
Örlítið stef, það er allt sem ég þarf – og hef.

Og það er komið splunkunýtt lag
og ég geri‘ ekkert meira í dag,
þið heyrið það vonandi aftur og aftur og aftur,
þá vitið þið það.

En hvað get ég sagt nógu einfalt og snjallt,
hvað get ég fjallað um næst?
Það segir sig sjálft, ég hef orðin sem styst – og fæst.

Og það er komið splunkunýtt lag
og ég geri‘ ekkert meira í dag,
þið heyrið það vonandi aftur og aftur og aftur,
þá vitið þið það.

sóló

Já það er komið splunkunýtt lag
og ég geri‘ ekkert meira í dag,
þið heyrið það vonandi aftur og aftur og aftur,
þá vitið þið það.
Þið heyrið það vonandi aftur og aftur og aftur,
þá vitið þið það.

[af plötunni Stuðmenn – Hvílík þjóð]