Þú manst aldrei neitt

Þú manst aldrei neitt
(Lag / texti: Stuðmenn)

Hún bað mig fyrir kveðju, æ hvað heitir hún,
hún sem vann á bókasafninu?
Hún bjó með gæðamanni sem hún skildi við,
ertu búin‘ að gleyma nafninu?

Æ þú manst aldrei neitt, ekki‘ einn einasta hlut,
það er til lítils að ræða við þig.
En ég sagði ekki bofs, hví ertu‘ að atyrða mig?
Ég bara sat hér í makindaró.

Nú eru þeir enn þarna niðri á þingi að þrátta
um þennan þarna sem neitar að segja af sér.
Ég held það sé best að ég fari nú bara að hátta.
Nei nei, farðu‘ ekki fyrr en ég man hverra manna hann er.

Æ þú manst aldrei neitt, ekki‘ einn einasta hlut,
það er til lítils að ræða við þig.
En ég sagði ekki múkk, hví ertu‘ að atyrða mig?
Ég bara sat hér í friði og ró.

Þetta‘ er að koma, það er að koma,
þið vitið nákvæmlega hvað fólk þetta er,
þetta‘ er að koma, það er að koma
en árans nöfnin vilja láta standa á sér.

Ég verð að fá að segja ykkur í trúnaði
hverju hann var að tönnlast á í nótt.
Eða var ég þegar kannski búin að að því?
Agalegt hvað svona gleymist fljótt.

Æ þú manst aldrei neitt, ekki‘ einn einasta hlut,
það er til lítils að ræða við þig.
En ég sagði ekki bofs, hví ertu‘ að atyrða mig?
Ég bara sat hér í makindaró.
Æ þú manst aldrei neitt, ekki‘ einn einasta hlut,
það er til lítils að ræða við þig.
En ég sagði ekki múkk, hví ertu‘ að atyrða mig?
Ég bara sat hér í friði og ró.

Þetta‘ er að koma, það er að koma,
þið vitið nákvæmlega hvað fólk þetta er,
þetta‘ er að koma, það er að koma
en árans nöfnin vilja láta standa á sér.
Þetta‘ er að koma, það er að koma,
við vitum nákvæmlega hvað þau heita,
hverra manna og hvaða fólk þetta er.
Þetta‘ er að koma, það er að koma,
en árans nöfnin eiga iðulega til
að vilja láta standa á sér.

Hann man, hún veit, hann veit, hún man…

[af plötunni Stuðmenn – Hvílík þjóð]