Hvílík þjóð

Hvílík þjóð
(Lag / texti: Jakob F. Magnússon)

Þetta land, þessi þjóð, þessar sögur, þessi ljóð,
þetta er stórkostlegt.
Þessi lífseiga glóð, þetta höfðingjablóð,
þetta er gott.
Þetta göfuga, gáfaða alþýðufólk,
þetta er ótrúlegt,
hér blómstra listir og menning sem aldregi fyrr.

Klukkur hringja, kórar syngja kvæði skáldanna.
Í hugum klingja, andann yngja eðalhljóð.
Með pensla á lofti‘ eru listamenn
og leikarar flytja okkur óð,
já hvílík þjóð, hvílík afburða menningarþjóð.

Þetta ljómandi líf, þessi laglegu víf,
þetta‘ er dásamlegt.
Þessir firðir og fjöll, þessi firnindi öll,
þetta‘ er flott.
Og þó að alþýðustreðið á stundum
sé innantóm bras og baks
þá eru innblásnir andlegir leiðtogar ávallt til taks.

Klukkur hringja, kórar syngja kvæði skáldanna.
Í hugum klingja, andann yngja eðalhljóð.
Með pensla‘ á lofti eru listamenn
og leikarar flytja okkur óð,
já hvílík þjóð, hvílík afburða menningarþjóð.

Með pensla á lofti‘ eru listamenn
og leikarar flytja okkur óð,
já hvílík þjóð, hvílík afburða þjóð.
Já hvílík þjóð, hvílík afburða menning.
Já hvílík þjóð, hvílík afburða menningarþjóð.
Já hvílík þjóð, hvílík öndvegis menningarþjóð.
 
[af plötunni Stuðmenn – Hvílík þjóð]