Strumpaleikhús

Strumpaleikhús
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason)

Leikstrumpahópurinn er loks kominn heim
eftir leikferð
á laugardagskvöldið opna leikhúsin á ný
eftir kvöldverð.
Hjá strumpum er aðsóknin oftast nær í
glens og gaman.
Þá hrífast þeir allir og hlæja líka dátt
að öllu saman.

Da, da, da… Strumpaleikhús
Da, da, da… Strumpaleikhús
Hjá leikarastrumpum er lífið oft stress,
ljótt hjá sumum.
Á sýningum langmest er álagið
á hvíslurunum.

Við búninga saumum og búum til svo margt
býsna skrítið.
Er frumsýning nálgast vð förum öll í rusl,
pínulítið.
Lýsingarstrumpur slær ljósunum nú inn.
Allir þegja.
Tjaldið fer upp. Man einhver hvað hann
á þá að segja?

Í leikhúsi hér, þar er söngur glens og grín.
Góður andi.
Það eina sem getur slökkt á okkur er
gagnrýnandi.
Því við þurfum bófa og kappa og kóng og káta sveina.

Leikhúsið okkar, leikhúsið okkar.
Leikhúsið okkar, leikhúsið okkar.
Þar er smink og gervinef.
Þar er söngur, glens og grín
fyrir alla þá sem þrá
undraheima – strumpaheima.
Viltu panta miða strax?
Komum og horfum á.
Komum og horfum á.
Strumpar eiga leikhús

[af plötunni Strumparnir – Strumpastuð 2]