Man is the woman of the world

Man is the woman of the world
(Lag og texti: Sverrir Stormsker)

Ég borga reikningana‘ og ég gef þér aur
og ég kaupi bjór handa þér,
en þú bara gargar og atar mig aur
og ælir í hárið á mér.

Ég kaupi‘ í matinn, já ég kaupi‘ í bú,
ég kaupi sykur og smér
ofan í krakka sem eignaðist þú
áður en þú kynntist mér.

Æ, allir þessir karlmenn eru klunnar, algjör naut.
Þeir kunna bara að nöldra og barma sér.
Æ, góði besti éttu skít og skundaðu á braut,
en skildu eftir pening handa mér.

Elskan, ég geri jú allt fyrir þig,
en ekkert þú gefur af þér.
Þú vöðlar mér saman og svínbeygir mig
og snýrð upp á hálsins á mér.

Svo munda ég kústinn frá morgni til kvölds,
malla‘ oní ormana‘ og þig,
Vaska‘ upp og sauma en samt ertu köld,
svívirðir þindarlaust mig.

Æ, allir þessir karlmenn eru klunnar, algjör naut.
Þeir kunna bara að nöldra og barma sér.
Æ, góði besti éttu skít og skundaðu á braut,
en skildu eftir pening handa mér.

Þið karlmenn eruð nískupúkar, nördar, ófreskjur,
notið okkur konur æ og sí
sem ambáttir, sem næturgagn, sem orgíumaskínur,
og ætlist til við bara kyngjum því.

[af plötunni Sverrir Stormsker – Glens er ekkert grín]