Sjálfs er höndin hollust

Sjálfs er höndin hollust
(Lag og texti: Sverrir Stormsker)

Ef þú berð engar taugar til
tígurlegra kvenna
og finnst þeim ætti á haugum
með öðru rusli að brenna,
þá líklegt er
að þig fýsi frekar í það
að koma mönnum aftan að.

En sjálfs er höndin hollust,
sú hægri yfirleitt.

Þó allar konur lýsi‘ á þig
fullkomnu frati,
þig fyrirlíti, ati
í slummum og hati,
já hafir þú ekkert far að hjakka í,
þá brettirðu‘ upp ermina‘ og bjargar því.

Því sjálfs er höndin hollust,
sú hægri yfirleitt.

Ef nakin fyrir framan þig
fílar sig dama
og þér bara blýstendur,
blýstendur á sama,
þá líklegt er
þú illa sért gefinn fyrir svín
eða að þetta sé konan þín.

En sjálfs er höndin hollust,
sú hægri yfirleitt.

[af plötunni Sverrir Stormsker – Hitt er annað mál]