Eiður vor

Eiður vor
(Lag / texti: Auður Haraldsdóttir og Þorvaldur Örn Árnason / Jóhannes úr Kötlum)

Vér stöndum , hver einasti einn,
um Ísland hinn skylduga vörð,
af hjarta vér leggjum nú hönd
á heilaga jörð
og sverjum að sameinast best
þess sál, þegar hættan er mest,
hver einasti einn.

Gegn kalsi um framandi kvöð
skal kynstofninn, sjálfum sér trúr.
Í landhelgi ría við loft
sem lifandi múr.
Og heldur en hopa um spönn
vér herðum á fórn vorri og önn,
hver einasti einn.

Þótt særi oss silfur og gull,
þótt sæki að oss vá eða grand,
vér neitum að sættast á svik
og selja vort land.
Á fulltungi frelsisins enn
vér festum vort traust eins og menn,
hver einasti einn.

[af plötunni Heimavarnarliðið – Eitt verð ég að segja þér]