Er hnígur sól

Er hnígur sól
(Lag / texti: erlent lag / Jóhannes úr Kötlum)

Er hnígur sól að hafsins djúpi
og hlin sorg á brjóstum knýr,
vér minnumst þeirra er dóu‘ í draumi
um djarft og voldugt ævintýr.

Þá koma þér úr öllum áttum
með óskir þær, er flugu hæst,
og gráta í vorum hljóðu hjörtum
hinn helga draum, sem gat ei ræst.

Og þá er eins og andvörp taki
hin undurfagra sólskinsvon,
og allir kvöldsins ómar verði
eitt angurljóð um týndan son.

Og hinsti geislinn deyr í djúpið
– en daginn eftir röðull ný
oss kveikir sama dýra drauminn
um djarft og voldug ævintýr.

[af plötunni Þokkabót – Fráfærur]