Hún mun lýsa lengi vel

Hún mun lýsa lengi vel
(Lag / texti: Jens Hansson / Stefán Hilmarsson)

Ef til vill var það meint.
En hvað verður nú,
þegar allt er breytt?
Svörin koma of seint.
Menn fá ýmist allt,
eða ekki neitt.

Það skyggir og skammt er nú að bíða..
Ég finn hvernig fjarar hratt og stöðugt undan mér.
Senn hnígur mín sól í hinsta sinn.

En hún mun rísa;
sú Sól, sem er upphafið og endir fyrir mér.
Hún mun skína skært.
Hún mun lýsa lengi vel.

Nú er núið og hér.
Ég er búinn við
og í friði fer.
Blíður vindurinn ber
vonarbænir þær
er ég sendi þér.

Að kveldi víst kemur sérhver dagur.
Hvert hljóð fellur síðar eða fyrr í þagnardá.
Senn hnígur mín sól í hinsta sinn.

En hún mun rísa;
sú Sól, sem er upphafið og endir fyrir mér.
Hún mun skína skært.
Hún mun lýsa lengi vel.

En hún mun rísa.
Og sjá; hún mun sigra þegar mikið liggur við.
Hún mun skína skært.
Hún mun lýsa lengi vel.

En hún mun rísa;
sú Sól, sem er upphafið og endir fyrir mér.
Hún mun stefna hátt.
Hún mun lýsa lengi vel.

Blíður vindurinn ber
vonarbænir þær
er ég sendi þér.

[á plötunni Sálin hans Jóns míns – Annar máni]