Stjarnan mín

Stjarnan mín
Lag / texti: erlent lag / Kristján Hreinsson)

Snjórinn fýkur um yfir allt
og hann felur sporin mín.
Alein geng ég nú,
það er kvöld og mér er kalt,
kyrrðin svæfir börnin sín.

Áfram veginn held ég mína leið heim um jól,
hjá þér á ég mitt skjól.

Því stjarnan mín mun alltaf veginn lýsa,
vonin mín mun lifa hvar sem er.
Og stjarnan mín mun allar leiðir lýsa,
ljósið mitt um himininn fer.

Inn í nóttina góðar myndir gleðja mig,
gegnum storminn sé ég þig.

Áfram veginn held ég mína leið heim um jól,
hjá þér á ég mitt skjól.

Því stjarnan mín mun alltaf veginn lýsa,
vonin mín mun lifa hvar sem er.
Og stjarnan mín mun allar leiðir lýsa,
ljósið mitt um himininn fer.
Og þetta ljós það er hér,
það er ljósið í þér.

Því stjarnan mín mun alltaf veginn lýsa,
vonin mín mun lifa hvar sem er.
Og stjarnan min mun allar leiðir lýsa,
ljósið mitt um himininn fer.
Og þetta ljós það er hér,
það er ljósið í þér,
ljósið í þér.
Það er ljósið í þér.

[m.a. á plötunni Íslensku dívurnar: Frostrósir – ýmsir]