Koma jól

Koma jól
(Lag / texti: ítalskt lag / Ingibjörg Gunnarsdóttir)

Í desember, með jólasnjó og vetrarsólin skín,
ég legg af stað um langan veg, mig langar heim til þín.
Og gjöfin þín, svo dýrmæt er ég geymi‘ í hjarta mér
en brátt mig ber að dyrum hjá þér.

Það kvöldar senn, fannhvít jörð og frostið bítur kinn,
þá finn ég vel hve heitt ég þrái heitan kossinn þinn.
Við stjörnuskin svo seint um nótt þá hugsa ég til þín
og vona að englar þig leiði til mín.

Koma jól, koma jól, koma jól,
heilög hátíð og hækkandi sól
og er stirnir á hjarn
þá í sál minni er brosandi barn.
Koma jól, það er hátíð á ný,
eftirvænting er heim til þín sný.
Koma jól, koma jól
er við hittumst á ný, koma jól.

Sem lítið barn ég hátíð finn og himnesk eru jól,
þau glæða líf, gefa frið og gleði heims um ból.
Þess biðjum öll og gleði búi öllum hjörtum í
er birtan oss blessar á ný.

Koma jól, koma jól, koma jól,
heilög hátíð og hækkandi sól
og er stirnir á hjarn
þá í sál minni er brosandi barn.

Koma jól, það er hátíð á ný,
eftirvænting er heim til þín sný.
Koma jól, koma jól
er við hittumst á ný, koma jól.

Hin helga stund í bæ og borg nú okkur hittir senn
og þá mun heilög blessun okkur birtast enn.
Er klukkur klingja, kalla‘ inn jólin gleðjast munum öll
þá helgi ríki‘ í himnanna höll.

Koma jól, koma jól, koma jól,
heilög hátíð og hækkandi sól
og er stirnir á hjarn
þá í sál minni er brosandi barn.
Koma jól, það er hátíð á ný,
eftirvænting er heim til þín sný.
Koma jól, koma jól
er við hittumst á ný, koma jól.

[af plötunni Björgvin Halldórsson – Ég kem með jólin til þín]