Ljós þín loga

Ljós þín loga
(Lag / texti: Halldór Gunnar Pálsson / Bragi Valdimar Skúlason)

Stjörnublik yfir landi liggur,
leysir upp myrkur og fals.
Hennar vongleði þjóðin þiggur
– þegar allt kemur til alls.

Fyllir hjarta mitt og huga lyftir
– hreyfir því sem máli skiptir.

Ég veit að ljós þín loga
og leiða mig í rétta átt.
Þau stafa björtum boga
og breiða út sinn verndarmátt (í nótt).

Trúðu mér, biðin tekur enda,
tökum því sem að höndum ber.
Treystu því, tækifærin lenda
– tíminn vinnur með þér.

Nýtum hann í það sem mestu munar,
á myrkum stundum tilverunnar.

Ég veit að ljós þín loga
og leiða mig í rétta átt.
Þau stafa björtum boga
og breiða út sinn verndarmátt.

Mildust mætir nóttin
og mínu hjarta veitir fró.
Í sálu minni sefast óttinn
ég sé um leið nýfallinn snjó.
– Hátíðin hjartanu færir ró (og frið).

Ég veit að ljós þín loga
og leiða mig í rétta átt.
Þau stafa björtum boga
og breiða út sinn verndarmátt.

Ég sé öll ljósin loga.
Þau leiða mig í rétta átt.
Ég sé öll ljósin loga.
Þau leiða mig í rétta átt (í nótt).

[af plötunni Björgvin Halldórsson – Ég kem með jólin til þín]