Áfram veginn

Áfram veginn
(Lag og texti: Sverrir Stormsker)

Hverja brú að baki mér
brýt ég nú í spað.
Er ég galinn eða hvað?
Nei, sama er mér, það fer sem fer
til fjandans, ég mun hvort eð er
ekki snúa við, ég veð af stað.

Ekkert brúar bilið á
milli mín og þín,
en mér að baki þig ég brýt.
Af og til ég til og frá
tvístíg smá en af og frá:
Allt er búið, um öxl ég fráleitt lít.

Ég vil á undan vera þér
að segja bless því betra er
að kveðja en vera kvaddur, það finnst mér.

[af plötunni Sverrir Stormsker – Stormskers guðspjöll]