Birta

Birta
(Lag og texti: Megas)

Birta, Birta,
hvaða bísi er að véla þig nú?
Ég hef beðið hér
á Hlemminum eftir þér
síðan hálf tólf og klukkan orðin þrjú.

Síðasti strætó
hann stoppaði klukkan eitt,
ég hef staðið hér
og hangið í heilan dag og Birta,
ég held bara næstum allt sé orðið breytt.

Birta bytta,
þú ekur alltof hratt,
þú ert held ég bara að fara
fram úr sjálfri þér,
þú veist fullvel að ég segi þér aðeins satt.

Já þú ekur
alltof hratt á þessum hála vegi,
hægðu á ferðinni,
frígíraðu,
jú fína dama, gerðu nú eins og ég segi.

Heyrðu Birta,
þarf ég að berja í þig ást og tryggð?
Ég hef brotið í mér heilann
og ég held það finnist ekki Birta,
hjá þér ein einasta dyggð.

Birta, Birta,
því ertu að bregðast svona mér
og ég sem hef beðið hérna
á Hlemminum frá því
á hádegi og fram á nótt bara eftir þér.

[af plötunni Megas – Í góðri trú]