Undir rós

Undir rós
(Lag og texti: Megas)
 
Viðlag
Droppaðu nojunni vinan
og vertu soldið meira pós,
þú hlýtur að fatta hvað ég meina
þó ég mæli undir rós.

Það er kannski full ljóst það er farið að vitnast
að ég er fallin neðst og dýpst
en það er notalegt hérna niðri
og það er bara nálægt þér sem ég þrífst.
Já er ekki komið tæm á að þú takir það inn
að ég tróna hér efst og hæst
og ef þú kemur hérna upp til mín
geta allir draumar ræst.

Og ég sem veit stundum ekki vinan mín
fyrir víst hvað eða hvort ég er
og kannski er ég bara saga síðan fyrir löngu
og einhver sagði hana honum eða þér
en vá það er satt, ég er svo svakaloega skotinn,
ég verð eins og sigti þegar ég kem auga á þig,
ég held að þú gætir þess vegna alveg lesið
Þjóðviljann eða eitthvað í gegnum mig.

Viðlag

Þegar ég hef þig ekki og þú ert hvergi nærri
verð ég eirðarlaus, ég finn hvergi ró.
Ég er eins og á glóðum elds en það lagast
ef ég bara fæ þig, það er nóg.
Já og í vöðluðum sængurvoðum
að vakna í fanginu á þér,
ég er enginn fálki, ég veit bara taktískt ekki
hvers framar biðja ber.

Æ ég hef lengi mæðst í mörgu
sem meikaði aldrei sens
en það væri fánýtt að vera að fárast yfir því
og ég fékk þó alltént séns
og þegar svo loks ég ligg niðri í moldinni
þá má líta grafskrift eina
og hún er: næstum því – eða: nema hvað –
eða: nei en það mátti reyna.

Viðlag.

[af plötunni Megas – Í góðri trú]