Helmingurinn lygi

Helmingurinn lygi
(Lag / texti: Megas)

Helmingurinn lygi og hitt allt eintóm svik
en hamingjan var á ferli jú af og til og augnablik.
Ég glæptist á að bíða – í bítið þarnæsta dag
hélt ég byrinn yrði hagstæður og allt komið í lag.

Helmingurinn lygi og hitt allt eintóm svik,
ég hristi mig og ástin þín hún þyrlaðist upp eins og ryk
og ég sem þóttist hafa leitað, já lagt mig allan í
og lengi dag og nætur í gegnum nið og ný.

Helmingurinn lygi og hitt allt fals og tál,
ég hafði slæma sjón og heyrn en mig skorti gersamlega mál
og hversu langt sem fór ég það fylgdi mér hvert spor
á flóttanum gegnum tímann sem var haust, vetur og vor.

Helmingurinn lygi og hitt allt eintóm svik,
ég hafði mig á brott loks eftir allt þetta hik
og ég hafði beðið lengi, það lýsti af morgni og þú
varst langt í og þá og ég, ég er hér og nú.

Og svo var öllu lokið og leitinni var hætt
og líkin þau voru týnd en tjónin þau urðu ekki bætt,
það skipti ekki höfuðmáli þó það hafi komið til tals
að helmurinn var lygi og svo afgangurinn fals.

[af plötunni Megas – Í góðri trú]