Það snjóar

Það snjóar
(Lag / texti: erlent lag / Bragi Valdimar Skúlason)

Nú held ég heim á ný
þó heldur sé hann kaldur
og þó bæti bylinn í
og bíti frostið kinnar mér sem kaldur.

Nú held ég heim á leið
þó heldur sé hann napur
og þó gatan enn sé greið
þá geng ég hana ofurlítið dapur.
Því það snjóar
í hjarta mér það snjóar bara og snjóar.

Samt held heilög jól
þó harðir blási vindar
þá rís æ úr austri sól
sem allar sorgir blindar,
núna held ég heim til þín
uns hrímhvít fönnin felur sporin mín.

Ég geng um hjarnið ofurlítið dapur
því það snjóar
í hjarta mér það snjóar bara og snjóar.

Samt held heilög jól
þó harðir blási vindar
þá rís æ úr austri sól
sem allar sorgir blindar,
núna held ég heim til þín
uns hrímhvít fönnin
felur sporin mín.

[af plötunni Sigurður Guðmundsson – Það stendur mikið til]