Svo er ein handa þér

Svo er ein handa þér
(Lag / texti: erlent lag / Þorsteinn Eggertsson)
 
Ég er að pakka inn jólagjöfunum
handa þeim sem mér finnst vænt um,
krökkunum, öfunum og ömmunum.
Svo er ein handa þér.
Sérhver gjöf er lítið leyndarmál,
bækur, leikföng eða bara prjál
og ég legg í þetta líf og sál,
svo er ein handa þér.

Ég bæti viði í arineldinn
í næði og friði
og ég áfram held.

Og ég pakka inn jólagjöfunum,
dyrnar hjá mér eru lok og læs.
Hurðin fellur þétt að stöfunum,
hér er ein handa þér.

Sóló

Og ég bæti viði í arineldinn
í næði og friði
og ég áfram held.

Nú hef ég klárað alla pakkana
og get sett þá undir jólatréð.
Mér finnst gott að gleðja krakkana,
til þess leikurinn er.
Síðan fer ég út í bæ með nokkra pakka,
svo er ein handa þér.

[m.a. á plötunni Björgvin Halldórsson – Bestu jólalög Björgvins]