Upp á topp

Upp á topp
(Lag / texti: Björn Valur Pálsson og Gauti Þeyr Másson / Gauti Þeyr Másson)

Er ég búinn að ná öllu sem að ég stefndi á? Já mér sýnist það.
Langar að hitta gamla mig og spyrja, kallar þú þetta líf eða?
Þú veist hvernig ég er, ég get ekki keyrt.
Er einhver á bíl hérna?
Það eru fjögur show í kvöld, þarf að púsla þessu saman,
verður easy eins og Ikea.
Vinna í kvöld svo hún kvaddi mig hlýlega.
Langar að hangsa heima með þér,
ég er sjaldan í fríi og alls ekkert nýlega.
Dóttir mín fann seðlabúnt, hún kom fram með það og spurði
„Erum við rík eða?“
Ég sagði „nei alls ekki en miðað við gamla lífið, já þá líklega“.
Hundrað k fyrir úlpu en ég eyddi ekki krónu í flíkina.
Dæmdu mig eins og þú vilt en mér finnst þetta fín vinna.
Ég veit hvar ég enda en ég er varla þar,
bara heima að hugsa um það andvaka,
hvort ég nái að haldast á sama stað.

Hérna upp á topp.
Ég er búinn að vera lengi.
Hérna upp á topp.
Ég er búinn að vera lengi.
Hérna uppi á topp.
Hvenær mun þetta allt enda?
Hvenær mun þetta allt enda?
(x2)

Annar hittari í loftið, verði ykkur að góðu.
Ég er svo ógeðslega sætur gaur, ég er Helgi í Góu.
Fáránlega sterkur, já réttu mér lóðin.
Kalla úrið mitt Ólaf, snjókarlinn í Frozen.
Mig langaði að vera gangsta, ég veit það er ekki rétt þó,
ég hef aldrei spilað á strengi, en veit samt alveg um selló.
En ég fékk gott uppeldi, og mamma mín hún myndi drepa mig
ef hún myndi heyra mig kalla æskuheimilið í Breiðholtinu eitthvað ghetto.
Brenni pening já þetta brauð er ristað,
topp þrír, gaur bættu mér á lista.
Eina sem ég veit að þetta er fokking vinna,
endist ekki ef þú náðir þessu í fyrsta.
Lifi lífi sem ég vildi alltaf kynnast,
þú varst heitur en svo fór þetta allt að frysta.
Seint seint seint heim því ég strita,
seint seint seint seint seint seint heim.

Hérna upp á topp.
Ég er búinn að vera lengi.
Hérna upp á topp.
Ég er búinn að vera lengi.
Hérna uppi á topp.
Hvenær mun þetta allt enda?
Hvenær mun þetta allt enda?
(x2)

[af plötunni Emmsjé Gauti – Bleikt ský]