Óður til jarðar

Óður til jarðar
(Lag / texti: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson / Andrea Gylfadóttir)

I
Eilífðin.
Eilífðin í alheimsmynd.
Auðveldlega týnumst við í þínum óendanleik.

Eilífðin.
Jörðin er svo lítil inni‘ í þér – inni‘ í þér.
Aðeins einn depill – örlítil stjarna.

Eilífðin.
Eilífðin sem eldfjall – gjósandi.
Dularfull af töfrum – ráðgáta.

Jörðin mín.
Þú ert mín eina von.
Sýndu miskunn, vektu von.

II
Móðir jörð.
Við krjúpum nú á kné
í lotningu fyrir þér
sem ávöxt gefur
og lífsandanna dregur
með mána og sól.
Við auðmjúk þökkum þér.

Móðir jörð.
Þú háverðuga drottning,
fyrirgef þú oss.
Við særum svörð og hjúp þinn og sárin gróa seint,
í raun erum við böðlar
og aftakan er okkar eigið líf
en samt við erum blind.

Móðir jörð.
Ó, blessuð veri þú.

[af plötunni Todmobile – Spillt]