Adagio

Adagio
(Lag / texti: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson / Andrea Gylfadóttir)

Ljósrauða rómantík,
ljáðu mér mýkt þín.
Vefðu mig silki sól og sætum hunangsilm.

Ljósbláa erótík,
gældu við nekt mína
og leyf mér njóta þess sem nautnir þínar bjóða.

Rómantík – í huga mínum blómstrar þú,
þú litar líf mitt gullnum stundum.
Þú leiðir mig á grænum grundum.
Rómantík – í mörgum myndum birtist þú,
ég elska að vagga á vængjum þínum
og vera með þér alltaf eins og nú.

Fjólublátt flauelið
umlykur fletið þitt,
sýnist svo tælandi og hættulegt í senn.

Silkimjúkt andlitið
leggst upp við eyrað mitt
og hvíslar litlum sætum lygum
og það kitlar.

[af plötunni Todmobile – Spillt]