Ég sá þig snemma dags

Ég sá þig snemma dags
(Lag / texti: erlent lag / Helgi Pétursson)

Ég sá þig snemma dags
um sumar seint í ágúst.
Saman til sólarlags,
við ein sátum á þúst.

viðlag
Af því ég átti þig
og af því þú áttir mig.
Við héldumst hönd í hönd
inn í hamingjunnar lönd.

Svo heilsaði okkur lífið
með hversdagslegu amstri
en mig kvaldi ekki kífið
né kaupavinnuamstrið.

viðlag

Þú unnir heil undur mér
og undir offjölgun nú hillir.
Hjá konum svona eins og þér
er skammt stórra högga á milli.

viðlag

Brátt börnin uxu úr grasi,
fóru á brott en það er skrýtið
að bleyjuþvottaþrasi
þú saknar pínulítið.

viðlag

Sæi ég þig snemma dag
um sumar seint í ágúst.
Saman til sólarlags
við ein sætum á þúst.

viðlag

[m.a. á plötunni Ríó tríó – Best af öllu]