Ég sé það nú

Ég sé það nú
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason)

Ég veit í lífi mínu verður aldrei nokkureins og þú,
þó allt sé allt glatað ég sé það nú.
Þau forlög sköpuð voru mönnunum
að augun skildu illa sjá
og aldrei skilja hvað næst þeim lá.

viðlag
Ég sé það nú þú varst hrein eins og vor eða blóm
eins og vatn sem niðar með þýðum hljóm.
Varst mjúk eins og mildur blær
og senn mun dimma af nótt ég er aftur einn
og andlit kvöldsins er harður steinn.
Sem enga fró mér oftar ljær,
þú fórst og síðan hefur líf mitt verið kvæði
um draum sem dó.
Ég dó með honum. En lifi þó.

Allt er sagðir þú og gerðir sífellt birtist mér á ný,
mér seint mun takast að gleyma því.
Þú komst sem geisli inn í hús míns undarlegu köldu nótt,
nú  aftur bíður það kalt og hljótt.

viðlag

Við munum kannski lengst af öllu það sem týndum við í tímans sæ
og tregum það sem var hent á glæ.
Og fórst og síðan hefur líf mitt verið kvæð’um draum sem dó,
ég dó með honum en lifi þó.
Ég dó með honum en lifi þó.

[m.a. á plötunni Ríó tríó – Það skánar varla úr þessu]