Ég er á kafi

Ég er á kafi
(Lag / texti: Guðmundur Jónsson / Stefán Hilmarsson)

Hvað er ekkert, hvað er allt?
Hvað er ósvikin ást?
Hvað er unaður, já, og hamingja?
Kannski þýðir lítið um það að fást.
Hvað er tregi hvað er tryggð?
Hvað er til dæmis sorg?
Eru draumar ókomnar staðreyndir
eða einhverskonar skýjaborg?

viðlag
Ég er á kafi í eilífum spurningum.
Ég er á kafi í öllu sem kemur mér við.
Ég er á kafi í eilífum spursmálum.
Oh, er það kannski svipað með þig?
Ég er á kafi í þér og á kafi í sjálfum mér.

Hvað er auður, hvað er eymd?
Hvað er ómunatíð?
Hvað er eilíft líf eða kærleikur
hvernig stendur á að háð eru stríð?
Hvað er alltaf? Hvað er oft?
Hvað er hvenær sem er?
Eru betri kjör eitthvað betri kjör?
Já, og út af hverju höfum við her?

Það er feikilega margt sem ég fræðast vil um.
Stundum færist ég of mikið í fang.
Ég þarf lausn á lífsins gátu
þó leiðin sé ströng.
Já, mig þyrstir í þekkingu
og þó nokkur svör.

viðlag

[m.a. á plötunni Sálin hans Jóns míns – Garg]