Eyjavalsinn

Eyjavalsinn
(Lag / texti: erlent lag / Þorsteinn Sveinsson)
 
Með blik í auga og bros á vör ,
ein brúður fór i gönguför.
Og báran lék um sjávarsand
og sunnanblærinn kyssti land.

Hún barnsleg var og blíð í lund og bar af öðrum meyjum.
Og átti i vændum unaðsstund með unnusta sínum úr Eyjum.

Og mildur var hinn blíði blær
og birtu máninn sendi skær.
Einn fjaðrahatt hún fínan bar
og fagran kjól með leggingar.

Hún barnsleg var o. s. frv.

Í barmi hjartað barðist ótt
undir blikandi stjörnu um ágústnótt.
Hún hitti unga unnustann
og eldur í beggja hjörtum brann.

Hún barnsleg var o. s. frv.

Í bíóhúsinu ballið var
og bráðlega voru þau komin þar.
Hann lagði um hana ljúft sinn arm.
Þau liðu um gólfið barm við barm.

Hún barnsleg var og blíð í lund og bar af öðrum meyjum.
Og átti núna unaðsstund með unnusta sínum úr Eyjum.

Og enn var leikið létt og dátt,
af list var dansað og hlegið hátt.
Unz ljóssins dagur ljúfur rann,
þá leiddi hún út hinn unga mann.

Hún barnsleg var og blíð í lund og bar af öðrum meyjum.
Og átti enn þá unaðsstund með unnusta sínum úr Eyjum.

Þá líða bátar úr Eyja vör,
er alltaf kátt eftir hverja för.
Og sólin signir sundin blá
og sálirnar fyllast af von og þrá.

Hún barnsleg var og blíö í lund og bar af öðrum meyjum.
Og átti í vændum unaðsstund með unnusta sínum úr Eyjum.
 
[á plötunni Nora Brocksted – Eyjavalsinn / Tangótöfrar]