Erla

Erla
(Lag / texti: Sigvaldi S. Kaldalóns / Stefán frá Hvítadal)

Erla góða Erla,
ég á að vagga þér.
Svíf þú inn í svefninn
í söng frá vörum mér.
Kvæðið mitt er kvöldljóð því kvöldsett löngu er.
Kvæðið mitt er kvöldljóð því kvöldsett löngu er.

Úti þeysa álfar
um ísi lagða slóð.
Bjarma slær á bæinn,
hið bleika tunglsskinsflóð.
Erla, hjartans Erla nú ertu þæg og góð.
Erla, hjartans Erla nú ertu þæg og góð.

Hart er mannsins hjarta
að hugsa mest um sig.
Kveldið er svo koldimmt,
ég kenndi í brjósti um mig.
Dýrlega þig dreymi og Drottinn blessi þig.
Dýrlega þig dreymi og Drottinn blessi þig.

[m.a. á plötunni Björgvin Halldórsson – Þó líði ár og öld]