Er þetta ég?

Er þetta ég?
(Lag / texti: Hreimur Örn Heimisson / Andrea Gylfadóttir)

Tjörnin mín – hrein og tær,
ég þrái að horfa djúpt í þig.
Spegillinn – næstum glær
virðist tjá sig beint við mig.

En ef ég stend – og stari stíft,
þá birtist framtíðin í mynd.
Á fletinum – er engum hlíft
því tjörnin hýsir lífsins lind.

Er þetta ég?
Mun ég fá ást og finna fyrir?
Er þetta ég?
Þarf ég að þjást og finna fyrir?
Því myndin gárast allt of fljótt,
fýkur burt og segir; “góða nótt”.

Ströndin ber? stríðir mér,
fellur að mér – fjarar út.
Löðurlágt – hvíslað er:
Ég gæti kveðið þig í kút.

Því hillingar – heilla mig.
Ég sé þær út við sjónarrönd.
Skynji hver – sjálfan sig.
Ég hverf í eigin draumalönd.

Er þetta ég?

Lækurinn – leikur sér,
hjalar við mig ofurlágt.
Því lífið er – ætlað þér,
þú veist ekki hvað þú átt.

Er þetta ég?

[á plötunni Land og synir – Óðal feðranna]