Ég vil brenna

Ég vil brenna
(Lag / texti: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson / Andrea Gylfadóttir)

Ég og þú
erum ekki lengur eins og þá
og þó þú ert enn mín drauma synd
en horfum á
blóm og býflugur og leik,
eins vil ég sjá
okkar leiki lifna við á ný.

Ó – leyfðu mér,
leyfðu mér að tína upp brotin.
Ó – segðu mér,
segðu mér hvert fór neistinn.
Allt er orðið breytt,
viltu finna fyrir því hve hjarta mitt er heitt.

Viðlag
Ég vil brenna,
ég vil brenna niður virkin.
Ég vil brenna,
ég vil brenna‘ í brjósti þínu.
Ég vil brenna,
ég vil brenna niður virkin.
Ég vil brenna,
ég vil brenna‘ í gegnum ísinn í hjarta mér.

Ég  sé þig,
þú ert spegilmynd af mér og þó
er ég kannski andstæðan af þér
en fegurð sú
þegar dagur tengist nótt,
eins þrái ég að fá að taka þig í sátt.

Ú – leyfðu mér,
leyfðu mér að tína upp brotin.
Ó – segðu mér hvert fór neistinn.
Allt er orðið breytt,
viltu finna fyrir því hve hjarta mitt er heitt.

Viðlag

[m.a. á plötunni Todmobile – Spillt]