Eldlagið
(Lag og texti Eyþór Arnalds)
Eldhúsáhöld,
uppvaskið fælir mig.
Sjónvarp freistar,
kemst burt frá sjálfum mér.
Loka augum,
kveiki í og á.
Fjölskylduvandi,
Jesús mun senda prest.
Fjölskylduvandi,
hann mun reyna flest.
Engin bros
og enginn hlátur getur bætt,
getur nært,
getur fært mér friðinn.
Ég brenn enn inn í mér,
allt brennur inn í mér.
Celsíus og Fahrenheit,
hitinn færist nær.
Ef hann nærast fær
bráðum fæ ég nóg.
Ég brenn innan í mér.
Ég brenn innan í mér.
Útvarpsmiðill,
fer rangt með staðreyndir
en gefur mér markmið,
blekking í huga mér.
Engin sól og engin angist
gæti breytt, gæti grætt,
gæti gefið nýja ró.
Þögn á himnum,
ég brenn ennþá inn í mér.
Myrkt í geimnum,
ljós frá stjörnu sker.
Fært til tungls,
Fært til sólar,
sit samt hér,
fastur hér.
Inni í herbergi einn sér.
Ég brenn enn inn í mér.
Allt brennur inn í mér.
Celsíus og Fahrenheit,
hann mun færast nær.
Legg allt undir,
engin nær.
Hann mun ná mér,
bíður bara og hlær.
Ég brenn innan í mér.
Ég brenn innan í mér.
Ég brenn innan í mér.
Ég brenn innan í mér.
Ég brenn innan í mér.
Ég brenn innan í mér.
Fjölskylduvandi,
Jesús mun senda prest.
Fjölskylduvandi,
hann mun reyna flest.
Við lokum augum,
lokum til að sjá.
Ég brenn innan í mér.
Ég brenn innan í mér.
Ég brenn innan í mér.
[af plötunni Todmobile – Todmobile]