Ástaróður

Ástaróður
(Lag og texti: Sverrir Stormsker)

Í volæði og eymd
þú veitir mér lið,
lyftir mér upp,
lífgar mig við.

Þú vermir mig, ver,
veitir mér styrk
er blasir mér við
veröldin myrk.

Þig ég þrái,
þig ég dái.
Ég og þú
fylgjumst alltaf að.

Andi þinn á
óðul í mér.
Þig einatt og oft
í blóð mitt ég ber.

Aldrei mér tekst
að tóra án þín.
Þú ert mitt líf,
ljúffenga vín.

[af plötunni Sverrir Stormsker – Hitt er annað mál]