Samför

Samför
(Lag og texti: Sverrir Stormsker)

Ó elsku elskan mín,
ég elska að elska þig.
Í örmum þér ég gleymi kífinu.
Þó að ást rími við
þjást og brást og slást,
þá þarf ´etta‘ ekki að ríma í lífinu.

Ó, ég skal skapa þér,
ó, framtíð bjarta skal ég skapa þér.
Ó ef ég tapa þér,
ég tapa vitinu ef ég tapa þér.

Og þó að faðir þinn
og frændadraslið allt,
öll familían mig vilji ekki sjá
og reyni að ljúga í þig
og losa þig frá mér,
þá látum við það ekki á okkur fá.

Ó ef ég týni þér,
ég týni lífinu ef ég týni þér.
Ó ef ég týni þér
í hinn heiminn ég sýni þér.

Þú ert mitt samförunaut,
mitt andlega aspirín.
Ég gæti lifað á þér einni saman.
Ég finn mig í þér,
þú ert draumadísin mín.
Ég vona að við verðum alltaf saman.

Ó ef þú ferð frá mér,
ég geng frá mér ef þú ferð frá mér.
Ég veit þú sérð á mér,
ég verð að vera hjá þér, ég verð hjá þér.

[af plötunni Sverrir Stormsker – Hitt er annað mál]