Ekki rengja mig
(Lag og texti: Sverrir Stormsker)
Þú verður að trúa‘ að ég dái þig,
dýrka þig, elska þig, þrái þig.
Trúðu mér góða, ég grátbið þig,
þrábið þig.
Elskan, ég er ekki‘ að ljúga að þér.
Ef að þú neitar að trúa mér,
þá mun ég í sannleika snúa þér
úr hálsliðnum.
Þá ætla ég ekki að verja þig,
ég aftur á móti mun herja á þig,
murka‘ úr þér tóruna, merja þig,
berja þig.
Ég viðlits mikils virði þig,
þú veist ég nenni að yrða‘ á þig.
Ó, láttu mig ei myrða þig.
Ég elska þig ógn, ekki rengja mig,
ég ellegar tjöru mun dengja‘ á þig
griðlaust með gaddavír flengja þig,
hengja þig.
Viltu‘ ekki stúlkan mín bjarga þér.
Með stóískri ró mun ég farga þér,
salla þig niður og sarga‘ af þér
hausinn þinn.
Víst mun ég hræða og hæða þig,
hundunum leyfa að sæða þig,
þig skera í bita og bræða þig,
snæða þig.
Víst mun ég víta og bíta þig,
glefsa‘ úr þér augun og gríta þig,
sprengja‘ á þér brjóstin og spíta‘ á þig,
skíta‘ á þig.
Ég viðlits mikils virði þig,
þú veist ég nenni á yrða‘ á þig.
Ó, láttu mig ei myrða þig.
Ó, trúðu mér, ég flái þig,
þig mái út og hrjái þig.
Ó, trúðu mér ég þrái þig.
[af plötunni Sverrir Stormsker – Stormskers guðspjöll]