Eins og nú

Eins og nú
(Lag / texti: Jóhann G. Jóhannsson)

Ég hef aldrei nokkurn tímann elskað annan
eins heitt og ég elska þig.
Allt er himneskt þegar við erum saman,
þú hefur þannig áhrif á mig.

Og þó ég hafi þig ekki alltaf hjá mér
þá finnst mér ég aldrei vera ein
því að í huganum er ég alltaf hjá þér
er ég bið þess að þú komið heim.

Fjarlægðir í tíma og rúmi skipta engu máli
ef þú elskar einhvern aðeins nógu heitt
því gagnkvæm ást er sterkari en sjálfur dauðinn,
ástina sigrar ekki neitt.

Þú veist að mér líður ósköp svipað
þó ég komist ekki eins vel að orði og þú.
Ef ég missti þig, mér fyndist allt glatað.
Ég hef aldrei áður elskað eins og nú.

Ég mun aldrei nokkurn tímann fyrr eða síðar
elska nokkrun eins heitt og ég elska þig.
Nei aldrei aftur – fyrr né síðar
mun ég elska nokkurna eins og þig.

[af plötunni Björgvin og Ragnhildur – Dagar og nætur]