Sannleikann

Sannleikann
(Lag / texti: Síðan skein sól / Helgi Björnsson)

Þú getur sagt mér
að þú sért farin
og komir aldrei til mín meir.

Þú getur sagt mér
að ég sé skítur
og hafi aldrei gefið þér

sannleikann.
Þú getur aldrei fundið hann,
sannleikann.
Hvað er rétt og hvað er rangt.

Þú getur sagt mér
að þú sért dáin.
Einhvers staðar innan í þér.

Þú getur sagt mér
að lífið sé búið
og þú hafir ekkert gagn af

sannleika.
Þú getur aldrei fundið hann,
sannleikann.
Hvað er rétt og hvað er rangt.

[af plötunni Síðan skein sól – Ég stend á skýi]